Sannar gubbusögur



MSN-ið mitt

Sindri
Maísól
Orri ofstuðlari
Daria
hóra
Katrin
Lára
Svandís
Anna og systur
Andri Ó
Gestur
Sandra
íslenskunemi
Elín
Dagur
Halla
Alma
Sverrir Joð
Patrekur 85
Patrekur 5
Ingi
Tobbi
bossabarn
Atli Viðar
bíólingur
bíóvin
tár hjartarins
mafían
Jakob
Þórdís
Þórdís frænka
Mitt malasíska heimilsfang:   
Ugla Egilsdottir  
c/o Mr Hakim B. Mansor  
no 12, Lorong m.p 1/12  
Manjong Point syeksyen 1   
32040 Sri Manjong,   
Perak Darul Ridzuan, Malaysia   
~ föstudagur, október 31, 2003
 
Ég er bitur

Forleiktu betur var í gær og ég spilaði á píanóið. Eða öllu heldur sat við píanóið. Fólk átti að biðja mig um að spila ef það vildi tónlist með spunanum sínum. Það voru sárafáir sem nýttu sér það. Mér fannst ég svona hálfutanveltu þar sem ég sat í portrettstellingu við píanóið með viðeigandi bros en spilaði ekki rass með gati. Ég vildi bara koma þessu á framfæri, ég er frekar fúl.
~ miðvikudagur, október 29, 2003
 
Æi manstu ekki eftir drullukuntunni sem ég er að nota?


Mér finnst alveg einstaklega gaman að hlera samtöl fólks sem ég þekki ekki baun. Þess vegna hef ég líka heyrt út undan mér mjög persónulegar upplýsingar í gegnum tíðina. Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið opinskátt á kaffihúsum eða á göngum sínum á Laugaveginum eða á almenningsklósettum. Í dag var ég einmitt í mestu makindum á kvennaklósettinu í MH. Þegar ég var búin að loka að mér heyrði ég að einhverjar stelpur ryksuðu inn á meðan þær töluðu fjálglega um persónuleg mál, úr þeim samræðum greip ég einmitt titilinn á þessari færslu.
Ég varð svo spennt að vita hver drullukuntan var og af hverju hún þótti svo slæm, og líka hverjir voru að ræða saman. En það fæ ég aldrei að vita og það er þess vegna sem það er svona hentugt að ræða hjartans mál og ljótari mál þegar margir eru í kringum mann, enginn þekkir neinn og enginn getur tengt upplýsingarnar við nokkra manneskju.
~ mánudagur, október 27, 2003
 
Fugees eru kúlust í heimi. Ég ætla að reyna að endurfæðast sem rappari. Því miður hef ég nákvæmlega núll hæfileika til að verða rappari í þessu lífi.
~ miðvikudagur, október 22, 2003
 
Ungi maðurinn í trjánum

Ég hélt ég væri labbandi, æ það voru svona tré og svona. Eins og í hittífyrra. Eins og þegar ég gerði það sama með einkurri gellu. Allt í einu var ég bara einmana í lautinni við sjóinn. Og þá kemur ungi maðurinn úr trjánum með gamlan mistiltein í fæti sér. Allsber með svona myndir af laufum á nabblanum. Og hann skokkar meðfram sjónum, pissar í sjóinn, sýgur upp öldur með nefinu, frussar út úr sér og þegir.


Svo hugsaði hann:

Meyja: ég er trjábolurinn,
trjábolurinn og kálfur.
Mjaltakóngurinn sem reis við dogg,
minningahlandið.
Ég er mælsku- og rökræðu-
meistaraefnið;
gubbandi aliþrösturinn,
gungudýrið
gjallfrítt sem ljóðmál.
Afi minn ómálaður
umorpinn ömmu,
guðdómleg gredda
gaflræddar ástar.
Og konan mín drekkur sig drukkna undir mínum laufum.

Ég er allra mestur óskhyggju frjálslyndra
og sjá, töð mín bralla,
þau bralla í skjóli
en fúna
troðin stígvélum íhaldsins.
Og haukarnir skjóta á röndótt markið.
Og kettir ráðherrans snuðra í ódælum einkunnum mínum.

Þá þótti mér ég vera skjáta og þá gubbaði ég.


Eftir Uglu Egilsdóttur og Önnu Tryggvadóttur.
~ sunnudagur, október 19, 2003
 
Vetrarfríið hefur liðið í innihaldsríku aðgerðarleysi: búin að lesa blogg eins og geðsjúk manneskja. Í gærkvöldi passaði ég litlu bræður mína heima hjá ömmu og afa á meðan þau brugðu sér á meiriháttar frímerkjasýningu sem afi stóð fyrir.
Það hefur því miður aldrei neinn leitt mig í allan sannleikann um dásemdir frímerkjakreðsunnar (hún er í stærra lagi - afa var boðið til Mexíkó á frímerkjasýningu fyrir tveimur árum ) en ég ímynda mér að það sé heimur sem mér opnast ekki nærri strax. En það er eitthvað svona hálf sérkennilegt við sum áhugamál finnst mér. Pabbi og bróðir hans ferðuðust grimmt um heiminn á milli skákmóta á mínum aldri, þeir voru víst rosalega góðir. Ég erfði ekki þessa hæfileika.

Ég hef það samt stundum á tilfinningunni að ég eigi eftir að enda einhvern veginn svona. Ég á eftir að gerast ofsaáhugakona um tannstöngla um sextugt og vinna í tíu ár að fræðibók um tannstöngla á sjöunda áratugnum með áherslu á áhrif tannþráðarbyltingarinnar á lögun tannstöngla. Bókin slær pottþétt í gegn og fyrir gróðann flyt ég á einhverja óbyggða eyju í Suðurhöfum. Ef hún slær ekki í gegn þá þykist ég vera ofsalega hissa.
~ föstudagur, október 17, 2003
 
Í tignri skjóðu

Í tignri skjóðu einn túkall stóð
og týndi glóru
en nirfillinn hlóð und gullsins glóð
gráðugri hóru.
Mitt er mitt og enginn má því gleyma,
víst skalt alltaf vera litli aumingi heima.

Á hann skeit hún, já af beit hún
eyrað forðum.
Það var kvöld í sveit og hún kvaddi hann veit ég
kúkaorðum.
Mitt er mitt og enginn má má því gleyma,
víst skalt alltaf vera litli aumingi heima.

Inni í barta á hann svarta
hugsjón þjóða.
Hans þjóðerni vart verður öðrum kvart
í okkar góða.
Mitt er mitt og engin má því gleyma,
víst skalt alltaf vera litli aumingi heima.


Eftir Uglu Egilsdóttur og Önnu Tryggvadóttur.
~ miðvikudagur, október 08, 2003
 
Þetta fékk ég sent í tölvupósti:


Komdu sæl Ugla! Ég er frá lögfræðistofunni The practice og ég er lögfræðingur hotmails. Ef þú sendir þetta ekki áfram þá muntu aldrei geta notað internetið aftur...sorry


Þessi keðjubréf gerast ágengari með hverjum deginum.
~ sunnudagur, október 05, 2003
 
Á föstudaginn fór ég í afmæli til Högna Egilssonar, Andra Egilssonar og Andra Ólafssonar. Ég vil taka það fram að sniðugasta afmælisgjöfin sem þeir fengu voru ljóðabækur eftir Önnu Tryggvadóttur, Nínu Baldursdóttur og mig. Ljóðin voru einstaklega frumleg og fjölluðu um aliþresti ásamt fleiru.
Daginn eftir átti ég að mæta á kóræfingu klukkan hálf tólf sem er fram úr hófi skikkanlegur tími. Og ég átti að gera fleira, ég átti að spila á píanóið undir spunaæfingar í prufunum fyrir leiklist þrjúhundruð, ég var búin að hlakka einstaklega mikið til þessa heiðurs. En svo kom á daginn að ég, hinn prúði menntaskólanemi sem alltaf vakna fyrir níu um helgar, svaf til svona tvö og það þótti hin mesta skömm. Ég æddi af stað og tók strætó, varð guðslifandi fegin þegar ég var sest heilu og höldnu inn í strætó, svo fegin að ég tók ekki eftir því að þetta var vitlaus vagn. Og vagninn ók með mig lengst út í rassgat og ég rankaði ekki við mér fyrr en ég var komin langleiðina upp í sveit.
Það varð lítið úr kóræfingum og píanóspili hjá mér þann daginn.

Powered By Blogger TM